top of page
ultraflex_logo_svart longer lines copy.p

Nýtt sjálfshjálparlag 'RELAX' kemur út 8. mars 2022

Horfðu á tónlistarmyndbandið:

Njóttu þvingaðrar slökunar við fyrsta lag Ultraflex frá því að tvíeykið gaf út hina verðlaunuðu „Visions of Ultraflex“ árið 2020. Fáðu þinn skammt af „tingles“ úr ASMR innblásnu tónlistarmyndbandinu, gert í samstarfi við naglalistakonuna Lisu Mård, skartgripahönnuðinn Margréti Unnui Guðmundsdóttur, förðunarfræðinginn Jönu Kalgajeva og kvikmyndatökukonuna Ingrid Loftsgården.
 

Ultraflex tilvitnun:

„Skelltu þér í G-streng og háa hæla, smurðu þig inn með bodíljósjoni. Drekktu í þig glitrandi bjöllur og silkimjúka hljóðgervla í bland við geðlæknislega rödd segja þér í boðhætti að slaka á.“

Pre-save á Spotify / Niðurhal af WAV eða mp3

__+R1-01051-0016.JPG

„Relax“ kemur út hjá Street Pulse Records 8. Mars 2022

Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við Katrínu Helgu Andrésdóttur; khelgaa@gmail.com/ +354 6185035

Bókari: Felipe Mina Calvo hjá Valiant Artists: felipe@valiantartists.com

Stafræn dreifing: Boris van der Hoff hjá Music Deli: boris@musicdeli.nl

Þverfaglegt samstarf milli Farao (NO) og Special-K (IS)

Frumraunin 'Visions of Ultraflex' kom út 2020 við einróma lof, hlaut bæði Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í flokki raftónlistar og Kraumsverðlaunin, auk fjölda alþjóðlegra tilnefninga

Hljóðheimur Ultraflex er innblásinn af diskói og fönki áttunnar í bland við nýaldarlega tilfinningasemi og óvænta djassaða hljóma / laglínu framvindur. Útkoman er grípandi, nútímalegur hvirfilbylur af dansvænum undarlegheitum sem kinkar kolli til stórbrotinna undanfara í sögu raftónlistarinnar

Tvíeykið vinnur með efnivið sem er hvorutveggja kitsch og hugmyndafræðilegur, þrýstir honum í gegnum filter popp-kúltúrs og framleiðir þannig glænýja tegund af kremi, vandlega sniðið að þínum þörfum

„Stærsta og kærkomnasta  uppgötvun ársins hingað til“

- Weirdo Music Forever

„Sprenging af extrovert-poppi sem leikur eftir eigin höfði“

- Clash Magazine

„Norræna ofur-dúóið Ultraflex teygir á vöðvunum við stuð-drifið diskó“

- Line of Best Fit

„Vegabréf sem fjarflytur hlutendur á dansgólf í heitari loftslögum“

- Loud & Quiet

Street Pulse logo 2 copy.png
bottom of page